SSNV setur saman jólagjafalista úr heimabyggð

Mynd tekin af ssnv.is
Mynd tekin af ssnv.is

Lenda ekki allir í því að vita ekkert hvað á að gefa þessum og hinum í jólagjöf. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var að uppfæra jólagjafalistann sinn og hefur gert hann aðgengilegan á heimasíðunni sinni með fullt af sniðugum jólagjöfum úr héraðinu.

Þar segja þeir einnig að listinn sé langt því frá að vera tæmandi og taka þau glöð á móti ábendingum um jólagjafahugmyndir úr heimabyggð! Þau hvetja íbúa, fyrirtæki og stofnanir til þess að versla í heimabyggð og styðja þannig við framleiðslu og rekstur á þessu svæði. Ábendingar má senda á brynja@ssnv.is.

Hér má nálgast listann til að fá góðar hugmyndir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir