Sprækir Kormáksmenn með þrjá sigra
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
23.11.2009
kl. 09.12
Á Hvammstangablogginu segir að krakkarnir í 5. flokki Kormáks hafi keppt á fótboltamóti sem haldið var á Akranesi í gær og náð glæsilegum árangri.
Skemmst er frá því að segja að krakkarnir spiluðu þrjá leiki og höfðu sigur í þeim öllum.
Fyrsti leikurinn var við ÍA og vannst hann 3-0. Annar leikurinn var gegn Aftureldingu sem fór 5-2 og síðasti leikurinn var svo við FH sem þurfti að lúta í gras 2-1fyrir sprækum Kormáksmönnum. Glæsilegur árangur þetta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.