Spennandi Grunnskólamót UMSS

Grunnskólamót UMSS í frjálsíþróttum, fyrir 7.-10. bekk., fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki 28. janúar. Varmahlíðarskóli vann eldri flokk.

Á síðasta ári sigraði Árskóli, og því ljóst að hart yrði að þeim sótt í ár. Það varð raunin og varð keppnin æsispennandi og barist var um hvert einasta stig.  Að keppni lokinni stóð lið Varmahlíðarskóla uppi sem sigurvegari, hlaut 5 stigum meira en Árskóli, og Austan-Vatna liðið var skammt á eftir. Keppnin er bæði einstaklingskeppni, og keppni milli skóla. Í stigakeppni skólanna telja 5 bestu afrek.

Stigahæstu afrekin:
1. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir Árskóla hástökk (14) 1,46 m 956 stig
1. Þorgerður Bettina Friðriksdóttir Varmahl. hástökk (14) 1,46 m 956 stig
3. Jónas Rafn Sigurjónsson Árskóla hástökk (16) 1,80 m 939 stig
4. Jóndís Inga Hinriksdóttir Varmahl. þrístökk (13) 6,30 m 900 stig
5. Ísak Óli Traustason Varmahl. hástökk (15) 1,68 m 897 stig

Stigakeppni skólanna:  
1. Varmahlíðarskóli 4.392 stig
2. Árskóli 4.387 stig
3. Grunnskólinn Austan-Vatna 3.495 stig 

ÚRSLIT

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir