Sparisjóður í samstarf við NFNV
feykir.is
Skagafjörður
16.09.2009
kl. 10.07
Sparisjóður Skagafjarðar og Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra skrifuðu í gær undir samstarfssamning sín á milli. Sparisjóðurinn verður bakhjarl nemendafélagsins í störfum þess í vetur auk þess sem nemendum sem hafa sín bankaviðskipti í sparisjóðnum mun standa ýmislegt spennandi til boða.
Verður efni samningsins kynnt nemendum fljótlega. Þau Karl Jónsson trygginga- og markaðsfulltrúi Sparisjóðs Skagafjarðar og Eva Pandóra Baldursdóttir formaður nemendafélagsins, skrifuðu undir samninginn á Ólafshúsi í gær í kaffisamsæti sem sparisjóðurinn bauð stjórn nemendafélagsins til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.