Spáir góðu næsta sólahringinn

Samkvæmt spám á veðrið að vera hvað best á landinu hér á Norðurlandi vestra í dag og á morgun og því um að gera að njóta, fá sér ís, slá garðinn og svo framvegis því síðar í vikunni er gert ráð fyrir þungbúnu veðri og jafnvel rigningu.

En spáin í dag gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 5-13 m/s og skýjað með köflum, hvassast á annesjum. Fremur hæg norðlæg átt í nótt og á morgun og úrkomulítið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir