Spáin ekki björt

Hún er ekki björt spáin en veðurstofan varar við stormi á Ströndum og annesjum á NV-landi í kvöld og til morguns.

Spáin gerir ráð fyrir norðan 5-13 m/s og él, einkum við sjóinn, en 13-20 og snjókoma undir hádegi, hvassast á annesjum. Norðaustlæg átt, 18-23 á Ströndum og annesjum í kvöld og nótt. Norðaustan 8-13 og él á morgun. Frost 3 til 11 stig, minnst við ströndina.
Hvað færð á vegum varðar þá er þæfingur í Fljótum en annars snjór og éljagangur og flestum leiðum og má gera ráð fyrir miklum skafrenningi hreyfi vind enda snjóar mikið í morgunsárið í þó nokkru frosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir