Söngur grín og glens í Húnaveri

Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, Samkórinn Björk og kór Blönduóskirkju munu standa fyrir sönghátíð í félagsheimilinu Húnvaveri næst komandi laugardag.

Hátíðarhöldin hefjast eftir mjaltir og fréttir eða um hálf níu. Boðið verður upp á söng í hæfilegu samblandi við grín og glens. Eftir skemmtunina munu strákarnir í Vönum mönnum síðan sjá um að leika fyrir dansi.  Hægt er að panta borð í síma 452 4993 (Sigurjón) eða 452 4325 / 662 4112 (Helen). Matur og ball kostar 4.000 krónur en bara á ball kostar 2.000 krónur. Allir eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir