Söngskóli Alexöndru af stað í október

Alexandra Chernyshova hefur sent nemendum sínum og vinum á Fésbókinni póst þar sem hún boðar áhugaverðan vetur bæði hjá Óperu Skagafjarðar og eins hjá Söngskóla Alexöndru.
Alexandra hefur undan farna tvo vetur rekið söngskólann í Villa Nova en hefur nú sagt upp húsnæðinu þar sökum þess hversu há leigan er auk þess sem skólinn sé ekki styrktur af sveitarfélaginu. Leit af nýju húsnæði sé hafin og muni kennsla hefjast bæði á Hofsósi og á Sauðárkróki í október.

Hvað Óperu Skagafjarðar varðar þá vinnur hún að tveimur verkefnum þesa dagana. Annað verkefnið verður frumsýnt á Akureyrarvöku um næstu helgi auk þess sem sýniongar verða í Iðnó í byrjun september og Miðgarði þann 19. september.

Alexandra hvetur gamla söngnemndur sína sem hafa hug á að halda áfram námi hjá henni að senda sér tölvupóst á netfangið; dreamvoices@dreamvoices.is.
Kennsla verður á Hofsósi og Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir