Söngbræður í heimsókn
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
18.02.2010
kl. 07.54
Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði ætlar að gleðja söngáhugafólk á Norðurlandi vestra um helgina og syngja á Hvammstanga og í Miðgarði Skagafirði.
Báðir tónleikarnir verða á laugardag, sá fyrri byrjar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga en sá síðari kl. 20:30 í Félagsheimilinu Miðgarði, Skagafirði.
Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson en meðleikari er Stefán Steinar Jónsson. Boðið verður upp á fjölbreytt lagaval og er aðgangseyrir 1.500 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.