Sölusýningar í Hrímnishöllinni

varmilaekur-105Sölusýningar hrossa verða haldnar í Skagafirði í haust og verður fyrsta sýningin þann 11. september næstkomandi.

Áætlað er að hafa sölusýningarnar í Hrímnishöllinni eða á vellinum við hana allt eftir því hvernig viðrar þessa daga en seinni sýningin verður 25. september sem er föstudagur í Laufskálaréttarhelgi. Báðar sýningar kl. 17:00

 

Fyrir ári síðan var fyrsta sölusýningin haldin í Hrímnishöllinni og voru reglulega sýningar í vetur sem leið ásamt einni sem haldin var í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Tókst vel til og er markmiðið að halda áfram  með svipuðu sniði í haust og vetur. Er fólk í kaupahugleiðingum hvatt til að mæta.

 

Frerkari upplýsingar um sýningarnar verða á www.varmilaekur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir