Sölusýning í Hrímnishöllinni
Sölusýning verður í Hrímnishöllinni laugardaginn 24. janúar kl:15:00. Skagfirðingar sem stóðu að sölusýningu sem haldin var í Hrímnishöllinni á Varmalæk í nóvember síðastliðinn ákváðu að það væri vel við hæfi að halda næstu sölusýningu í upphafi Þorra.
Fregnir eru að fjöldi hrossa sem voru á fyrstu sýningunni séu þegar seld og meira til og má því segja að árangur af henni hafi verið býsna góður. Ákveðið var að halda reglulega sölusýningar í Skagafirði í framtíðinni og er þegar ráðgert að halda sölusýningu í reiðhöllinni á Sauðárkróki seinna í vetur. Allir þeir sem vilja bætast í hópinn og koma með hross í sölusýningu eru velkomnir.
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Birni á Varmalæk í síma. 453-8021 og 894-7422 og á netfanginu: hrimnishollin@varmilaekur.is
Einnig verður að finna frekari upplýsingar á heimasíðu Varmalækjar
Heimild: Hestafréttir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.