Sölumenn dauðans á Sauðárkróki

logreglanAðfaranótt laugardags fann Lögreglan á Sauðárkróki fíkniefni í fórum manns þegar leitað var í bíl hans.

Alls fundust 13 e-töflur og 30 grömm af amfetamíni í söluumbúðum og játaði viðkomandi að efnin hefðu verið ætluð til sölu á Króknum. Rannsókn hafði staðið yfir um nokkurt skeið sem leiddi til þessa fundar.

Að sögn Stefáns Vagns yfirlögregluþjóns er ástandið svipað á Króknum og annarsstaðar hvað varðar fíknienavandann. –Þetta er hvorki meira né minna en annars staðar en því miður er þetta hér, segir Stefán.

Málið telst upplýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir