Sóknaráætlun 20/20
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar fimmtudaginn 18. febrúar sl. þar sem Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa sóknaráætlun til að efla atvinnulíf og samfélag um allt land.
Fyrirhuguð sóknaráætlun er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarbúsins og hefur það að markmiði að Ísland verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Til þess að svo megi verða þarf að huga sérstaklega að hvernig hægt er að tryggja samkeppnishæfni landsins til lengri tíma.
Sóknaráætlunin felur að sögn forsæstisráðherra í sér áform um fjárfestingu í atvinnustarfsemi, mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins og stefnu um hvernig megi styrkja menntun og menningu, nýsköpun og þróun, umhverfismál og samfélagslega innviði.
/Forsætisráðuneytið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.