Sögur úr Skagafirði á hljóðbók
Út er kominn hljóðbók/geisladiskur þar sem segir frá vígi Grettis sterka og tröllunum í Drangey. Við heyrum um Miklabæjar-Sólveigu, óskasteinn í Tindastól, krossinn sem Guðmundur heitinn í Sölvanesi fékk að gjöf frá huldumanni. Hver urðu endalok Bólu og Skeljungs? og hvor varð undir í slagsmálunum ísbjörninn eða graðhesturinn á Silfrastöðum. Við fræðumst um helstu bardaga Íslandssögunnar hvar þeir voru og hverjir börðust.
Skemmtilegar sögur fyrir börn, unglinga og aðra sem vilja heyra sögur úr Skagafirði.
Hér má heyra örlítið brot úr sögunni
Útgefandi: Alda Jóns aldajons@gmail.com
Lesarar: Hilmir Snær Guðnason og María Ellingsen
Verð 1999kr
Sölustaðir: KS Varmahlíð, Skagfirðingabúð, N1-Ábær Sauðárkróki og N1 Ártúnshöfða Rvík
Sögur úr Skagafirði
1. Drangey
2. Grettir
3. Óskasteinninn í Tindastól
4. Grímur Skeljungsbani
5. Miklabæjar – Sólveig
6. Huldumannssaga
7. Ísbjörninn á Silfrastöðum
8. Sturlungaslóð
9. Örlygsstaðabardagi
10. Flóabardagi
11. Haugsnesbardagi
12. Flugumýrarbrenna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.