Sögukort Vatnsdæla sögu komið út

Félagið Landnám Ingimundar gamla hefur gefið út sögukort fyrir Vatnsdal og Þing í Austur-Húnavatnssýslu. Kortið ber nafnið Á slóð Vatnsdæla sögu og er gefið út bæði á íslensku og ensku og hægt að fá hvort sem er samanbrotið eða í óbrotinni útgáfu. 

Á kortinu eru dregnir fram helstu sögustaðir Vatnsdæla sögu með myndum af atburðum sögunnar og sagt frá minjum á svæðinu og öðrum áhugaverðum áfangastöðum í Vatnsdal og Þingi. Óvenju mikið er af varðveittum minjum á þessu svæði og margir minjastaðir hafa verið gerðir aðgengilegir með uppsetningu söguskilta, stikun gönguleiða og uppmælingu minjanna.

Kortið verður selt hjá ferðaþjónustuaðilum og í verslunum í Húnavatnsýslum og víðar á landinu. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á vefnum www.vatnsdalur.is og þar eru einnig upplýsingar um hvernig hægt er að panta kortið, sem kostar kr. 1.000.-

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir