Sódóma frumsýnd í kvöld
Nemendafélag FNV frumsýnir í kvöld söngleikinn Sódómu e. Felix Bergsson á Sal FNV. Leikstjóri er Stefán Friðrik Friðriksson og honum til aðstoðar er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Alls koma 105 nemendur beint og óbeint að leikritinu, en leikendur eru 24 talsins auk dansara.
Með aðalhlutverk fara þau Bragi Björn Kristinsson í hlutverki Agga, Snævar Örn Jónsson í hlutverki Mola, Silja Ýr Gunnarsdóttir í hlutverki Mæju, Saga Sjöfn Ragnarsdóttir í hlutverki Unnar og Sveinn Rúnar Gunnarsson í hlutverki Axels.
Auk leikara á sviði sér hljómsveit hússins, undir forystu Helga Sæmundar Guðmundssonar, um flutning á lifandi tónlist í söngleiknum. Þess má geta að upphafslagið er frumsamið af hljómsveitinni Fúsaleg helgi. Mikill metnaður er lagður í alla umgjörð söngleiksins og flutning hans og gaman að sjá hvernig leikstjórinn tvinnar saman leik á sviði og kvikmyndaupptökur.
Leikararnir komast allir mjög vel frá hlutverkum sínum og ljóst að þarna er afar hæfileikaríkt fólk á ferðinni þar sem hver og einn fær að njóta sín og nær að kitla hláturtaugar áhorfenda.
Söngleikurinn er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Sýningar verða sem hér segir:
Fimmtudag 19. nóv. Kl. 20:00
Laugardag 21. nóv. Kl. 16:00 og 20:00
Sunnudag 22. nóv. Kl. 16:00 og 20:00
Þriðjudag 24. nóv. Kl. 20:00
Miðvikudag 25. nóv. Kl. 20:00
Fimmtudag 26. nóv. Kl. 20:00
Föstudag 27. nóv. Kl. 20:00
Miðasala fer fram kl. 16:20-19:30 í símum455-8070 og 843-9130
Miðaverð er kr. 2000
Kr. 1.500 fyrir 16 ára og yngri
Kr. 1.500 fyrir félaga í NFNV
Kr. 1.500 fyrir 67 ára og eldri.
Myndir: FNV.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.