Snjór framleiddur í Tindastóli

Nú er verið að framleiða snjó í gríð og erg á skíðasvæðinu í Tindastóli og ef heldur sem horfir þá ætti að vera hægt að opna svæðið í næstu viku.

Í upphafi árs var kominn góður snjór í brekkurnar og svæðið því opnað, mörgum til mikillar gleði.  Tíðin stóð því miður of stutt fyrir skíðafólk og snjórinn hvarf í hlýindum sem kom skömmu síðar. Ekki hafa veðurguðir verið hliðhollir skíðafólki en ákjósanlegar aðstæður til að  framleiða snjó svo snjóframleiðsluvélarnar fá að ganga dag og nótt. Að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara skíðasvæðisins lítur allt út fyrir að svæðið verði opnað í næstu viku og vakir hann yfir vélunum nótt sem dag til að það geti orðið að veruleika. Meðfylgjandi myndir voru teknar í veðurblíðunni í gær þegar verið var að koma vélunum fyrir.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir