Snjóframleiðsla í hlíðum Tindastóls
Síðustu daga hefur snjóframleiðsla verið í fullum gangi á skíðasvæðinu í Tindastóli og hefur það verk gengið vel. Stefnt er að opnun svæðisins innan skamms.
Viggó Jónsson staðarhaldari á skíðasvæðinu í Stólnum segir að aðstæður til snjóframleiðslunnar séu mjög góðar en frost þarf til að það takist og hefur það ekki vantað. Tilbúni snjórinn er mjög góður að sögn Viggós en vegna eiginleika sinna verkar hann eins og dren þegar hlánar. Vatnið situr ekki í snjónum heldur rennur í gegn og af þeim sökum er hann fimm sinnum lengur að bráðna en sá snjór sem fellur af himnum ofan. Ef ekki snjóar í Tindastóli að ráði á næstunni, mun verða hægt að renna sér á tilbúna snjónum um aðra helgi að sögn Viggós. Spáin er góð segja þeir í fjallinu svo það er tilvalið að gera skíðagræjurnar klárar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.