Smíðuðu sandblásturstæki

Mánudaginn 26. apríl afhentu nemendur á Vélstjórnarbraut FNV skólanum forláta sandblásturstæki sem þeir höfðu sjálfir smíðað, en það leysir af hólmi eldra tæki sem skólinn átti.

Á vef FNV er nákvæm útlistun á virkni og stærð tækisins en þar segir að lengdin á kassanum sé 120 cm, hæðin er 83,5 cm og breidd 60cm eða 673 lítrar, með möguleika á stækkun á hliðum. Tækið er allt hið glæsilegasta og ber hönnuðum og sköpurum sínum gott vitni um kunnáttu og hagleik í tæknismíði.

Öll vinna við tækið og efni var gefið af nemendum á vélstjórnarbraut en sambærilegt tæki kostar 1.200.000 kr. væri það keypt á fullu verði af söluaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir