Smali á Blönduósi í kvöld

Keppt verður í Smala á öðru móti Húnvetnsku liðakeppninnar í kvöld. Mótið verður haldið á Blönduósi og hefst kl. 19.00. Spennandi verður að sjá hvort lið 1 haldi forustunni eftir kvöldið og eru allir kvattir til að koma og fylgjast með hraðri og skemmtilegri keppni.

Staðan í liðakeppninni eftir fyrsta mót er þannig:

  • 1. Lið 1 (Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður) með 54,5 stig
  • 2. Lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 33,5 stig
  • 3. Lið 3 (Víðidalur) með 17 stig
  • 4. Lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 7 stig

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s  allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Ráslistinn er eftirfarandi:

 Unglingaflokkur      
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Hrappur frá Sauðárkróki 3
2 Friðrún F. Guðmundsdóttir Neisti frá Bergsstöðum 4
3 Viktor J. Kristófersson Flos frá Litlu-Brekku 3
4 Lara Margrét Jónsdóttir Póstur frá Hofi 4

5 Lilja Maria Suska Ljúfur frá Hvammi 2 4
6 Jóhannes Geir Gunnarsson Auður frá Grafarkoti 3
7 Sólrún Tinna Grímsdóttir Perla frá Reykjum 4
8 Rósanna Valdimarsdóttir Stígur frá Kríthóli 3

9 Leon Paul Suska Daniel frá Hvammi 2 4
10 Stefán Logi Grímsson Galdur frá Gilá 4
11 Helga Rún Jóhannsdóttir Siggi frá Vatni 2
12 Ásdís Brynja Jónsdóttir Penni frá Hofi 4

13 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 1
14 Eydís A. Kristófersdóttir Diljá frá Reykjum 3
15 Sigurður Bjarni Aadnedard Óvís frá Reykjum 4
16 Pétur Gunnarsson Gáta frá Bergsstöðum 2

17 Haukur Marian Suska Laufi frá Röðli 4
18 Fríða Marý Halldórsdóttir Von 1
   
 2. flokkur      
1 Ditte Clausen Mána frá Syðra-Skörðugili 3
2 Garðar Valur Gíslason Skildingur frá Sauðárkróki 3
3 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 1
4 Magnús Ólafsson Sædís frá Sveinsstöðum 4

5 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Bjarma frá Hvoli 1
6 Kolbrún Stella Indriðadóttir Kátur frá Grafarkoti 2
7 Pétur Guðbjörnsson Álfur  1
8 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukka frá Sauðá 2

9 Ninni Kulberg Sóldögg frá Efri-Fitjum 1
10 Rúnar Guðmundsson Silja frá Ingólfshvoli 4
11 Greta Brimrún Karlsdóttir Pjakkur frá Rauðuvík 3
12 Þorgeir Jóhannesson Stínóla frá Áslandi 3

13 Elías Guðmundsson Pjakkur frá Stóru-Ásgeirsá 3
14 Katarina Borg Krummi frá Vatnshóli 2
15 Steinbjörn Tryggvason Þinur frá Þorkelshóli 2 1
16 Malin Persson Skuggi frá Bakka 3

17 Elín Rósa Bjarnadóttir Brúða frá Húnsstöðum 4
18 Sveinn Brynjar Friðriksson Keikó frá Varmalæk 1 3
19 Ingveldur Á Konráðsdóttir Dama frá Böðvarshólum  2
20 Hjálmar Þór Aadnegard  Þokki frá Blönduósi 4

21 Jón Benedikt Sigurðsson Dorit frá Gauksmýri 2
22 Haukur Suska-Garðarsson Neisti frá Bolungarvík 4
23 Guðný Helga Björnsdóttir Andreyja frá Vatni 2
24 Jónína Lilja Pálmadóttir Djarfur frá Sigmundarstöðum 2

25 Þórólfur Óli Aadnegard Hugrún frá Réttarhóli 4
26 Patrik Snær Bjarnason Þokki frá Víðinesi 1
27 Magnús Ólafsson Gjöf frá Sveinsstöðum 4
28 Ragnar Smári Helgason Gautur frá Gröf 2

29 Konráð Pétur Jónsson Gibson frá Böðvarshólum 2
30 Þórarinn Óli Rafnsson Funi frá Fremri-Fitjum 1
31 Halldór Pálsson Segull frá Súluvöllum 2
32 Rúnar Guðmundsson Dynjandi frá Húnsstöðum 4
   
   
 1. flokkur      
1 Elvar Einarsson Glódís frá Hafsteinsstöðum 3
2 Ólafur Magnússon Eðall frá Sveinsstöðum 4
3 Reynir Aðalsteinsson Alda frá Syðri Völlum 2
4 Guðmundur Þór Elíasson Kola frá Eyjakoti 3

5 Tryggvi Björnsson Óðinn frá Hvítárholti  1
6 Fanney Dögg Indriðadóttir Brimrún frá Efri-Fitum 3
7 Herdís Einarsdóttir Kasper frá Grafarkoti 2
8 James Faulkner Úlfur frá Fjalli 3

9 Eðvarð Ingi Friðriksson Vinur frá Víðinesi 3
10 Jóhanna H Friðriksdóttir Snilld frá Steinnesi 3
11 Elvar Logi Friðriksson Ófeigur frá Tunguhlíð 3
12 Jóhann B. Magnússon Leifur heppni frá Þóreyjarnúpi 2

13 Ragnar Stefánsson Vafi frá Hlíðskógum 4
14 Ingunn Reynisdóttir  Auður frá Sigmundarstöðum 2
15 Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2
16 Eline Manon Schrijver Ör frá Hvammi  4

17 Birna Tryggvadóttir Elva frá Miklagarði 1
18 Agnar Þór Magnússon Díva frá Steinnesi 1
19 Matthildur Hjálmarsdóttir Vending frá Bergsstöðum 2
20 Björn Einarsson Bruni frá Akureyri 1

21 Ólafur Magnússon Stjörnudís frá Sveinsstöðum 4
22 Einar Reynisson Þáttur frá Seljabrekku 2
23 Halldór P. Sigurðsson Geisli 1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir