Smábæjarleikar 2010 verða haldnir 18.-20. júní

Smábæjarleikarnir fara fram á Blönduósi helgina 18. – 20. júní n.k. Mótið verður sett að morgni laugardagsins 19. júní og líkur seinni part sunnudagsins 20. júní.

Keppt verður í 4. 5. 6. Flokki karla og kvenna og svo 7. Flokki þar sem ekki er kynjaskipt

mikill áhugi er fyrir mótinu og búist er við um 740 þátttakendum víðs vegar af landinu og öðru eins af foreldrum. Áætluð fjölgun í bænum þessa helgi u.þ.b 2.500 - 3.000. Það verður því mikið fjör á Blönduósi um helgina.

Það er því bara að vona að veðurguðirnir verði keppendum og fylgjendum hliðhollir þannig að helgin hjá öllum verði sem best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir