Slysaæfing við FNV í dag,
feykir.is
Skagafjörður
12.03.2010
kl. 10.07
Opnir dagar standa nú yfir í FNV en meðal viðfangsefna á dögunum er skyndihjálparnámskeið. Í tengslum við námskeiðið verður sett á svið slysaæfing framan við bóknámshúsið í dag, föstudag, um kl.11.
Allt verður gert til að atvikið verði sem raunverulegast og m.a. mun sjúkrabíll koma á staðinn. Vegfarendur eru því beðnir um að láta sér ekki bregði við umstangið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.