Sleppa sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum

Í netkönnun hér á Feykir.is bauðst þátttakendum færi á að velja milli nokkurra leiða sem leitt gætu til batnandi fjárheilsu Ríkisútvarpsins. Valið stóð á milli átta misgáfulegra leiða í sparnaði. Ríflega helmingi þeirra sem þátt tók í könnunni fannst réttast að hætta sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum en um 20% þátttakenda vildu fara leið skynseminnar og spara og skera niður eins og kostur væri.

Ekki féllu margir fyrir þeirri stórkostlegu fjáröflunarleið að setja á dagskrá Sjónvarpsbingó og ekki vildu margir að hætt yrði að talsetja teiknimyndir. Fæstir eða rétt aðeins 2% þátttakenda fannst réttast að spara með því að hætta að sýna íslenskar kvikmyndir.

Í stuttu spjalli blaðamanns við ónefndan sjónvarpsáhorfanda kom fram að sá mundi ekki sakna þess að sjónvarpið hætti útsendingum á fimmtudögum - það væri hvort eð er ekkert spennandi á dagskránni þá daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir