Sláturtíðin á fullt skrið

Frá kjötafurðastöð.

Sláturtíðin er komin á gott skrið á sláturhúsi Kjötafurðarstöðvar KS á Sauðárkróki en hún hófst s.l. mánudag. Um 130 manns vinna við slátrun og úrvinnslu og eru um 90 manns erlendir starfsmenn.

Áætlanir gera ráð fyrir að slátrað verði um 110 þúsund fjár í haust sem er örlítið meira en í fyrra. Þrátt fyrir að nokkuð hafi verið til af birgðum fyrir sláturtíð frá síðasta ári hefur sala afurða gengið vel að undanförnu og segir Ágúst Andrésson forstöðumaður afurðastöðvarinnar að tækifæri framtíðarinnar liggja á erlendum mörkuðum, en stefnt er að því að um þriðjungur framleiðslunnar verði fluttur út. Aukalega er greitt kr. 200 fyrir kjöt sem fer í fituflokka 4 og 5, sem er mjög feitt, en gott verð fæst fyrir það á Japansmarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir