Skyndihjálp í brennidepli á 112-daginn, 11. febrúar

Í dag er 112-dagurinn en hann er haldinn víða um land fimmtudaginn 11. febrúar eins og undanfarin ár. Þema dagsins er aðkoma venjulegs fólks að vettvangi slysa, veikinda og áfalla. Fjölskylduhjálp Svf. Skagafjarðar brá sér á námskeið.

Lögrergla og starfsmenn brunavarna heimsóttu námskeiðið og veittu greinargóðar upplýsingar og svöruðu spurningum þátttakenda. Ekki var annað að sjá en starfsfólk Fjölskylduhjálparinnar væri áhugasamt um það sem fram kom og það sem Karl Lúðvíksson skyndihjálparkennari hafði fram að færa.

Starfsfólk Fjölskylduhjálpar Skagafjarðar á skyndihjálparnámskeiði.Á heimasíðu Neyðarlínunnar segir að viðbragðsaðilar komi sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir