Skúli áfram sveitarstjóri

Sveitarstjórn Húnaþings vestra mun koma saman til fyrsta fundar að afloknum sveitarstjórnarkosningum þriðjudaginn 15. júní nk. Leó Örn verður oddviti en Sigurbjörg formaður byggðarráðs.

Framboð sjálfstæðismanna og óháðra fékk hreinan meirihluta í kosningunum og mun því eiga 4 fulltrúa af 7 í sveitarstjórn. Leó Örn Þorleifsson mun gegna embætti oddvita sveitarfélagsins og Sigurbjörg Jóhannesdóttir verður formaður byggðarráðs. Skúli Þórðarson hefur verið endurráðinn í starf sveitarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir