Skrifstofa heilbrigðisráðuneytis fær 8,4% aukningu

Helga Sigurbjörnsdóttir afhendir mótmæli SkagfirðingaÁsbjörn Óttarson 1. þingmaður Norðvestur kjördæmis segir að það skjóti skökku við að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki þurfi að skera niður um 10,8 % séu útgjöld til skrifstofu heilbrigðisráðuneytis aukin um  8,4 %
Þetta kom fram á fjölmennum mótmælafundi sem haldinn var við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki nú fyrir stundu. Það má segja að styrkur fundarins hafi legið í fjöldanum sem þar kom en gera má ráð fyrir að á milli fimm og sex hundruð manns hafi mætt til fundarins.

Mikið fjölmenni var á fundinumÍ máli Helgu Sigurbjörnsdóttur kom fram að heimamenn láta ekki bjóða sér niðurskurð sem væri helmingi hærri en á öðrum stofnunum og launuðu fundarmenn orð Helgu með dúndrandi lófataki.

Þá voru málefni lokunar fæðingardeildar rædd og sagði ráðherra að þarna væri líka spurning um forgangsröðun innan stofnunarinnar. Sagðist hún hafa fundað með stjórnendum sjúkrahússins um málið og  að hún vonaðist til þess að svipuð lending um þjónustu við ófrískar konur myndu nást hér og á Húsavík en þar er engin fæðingardeild og engar fæðingar en ljósmóðir fer á vaktir ef á þarf að halda utan dagvinnutíma.
Gunnar Bragi Sveinsson sagði eftir fundinn að sér fyndist ódýrt að ráðherra væri með þessu hætti að varpa ábyrgð á niðurskurði við stofnunina alfarið yfir á stjórnendur hennar sem væri í mjög erfiðri aðstöðu.

Í lok fundar var Álfheiði afhentar undirskriftir hátt á annað þúsund íbúa í Skagafirði sem mótmæla ósanngjörnum niðurskurði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir