Skráningu í vetrartím að ljúka
Allir sem ætla að æfa eða eru að æfa íþrótt/-ir hjá Tindastóli í vetur þurfa að vera skráðir inní nýtt skráningarkerfi Skagafjarðar tim.skagafjordur.is
Þar eru í boði knattspyrna, körfubolti, frjálsar íþróttir, sund og skíði. Til að skrá börnin þarf að fara á heimasíðuna http//tim.skagafjordur.is (ekkert www. á undan) og fylgja leiðbeiningunum þar. Þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu er bent á að koma í Hús frítímans á opnunartíma hússins og fá aðstoð þar.
Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli. Einnig fyrir foreldra og börn að fá æfingatöfluna á einu blaði sem kerfið gerir sjálfkrafa og foreldrar geta prentað út.
Er foreldrum bent á að þegar námskeið eða íþrótt eru valin er hægt að fara með músarbendilinn yfir það sem birtist á FRÍstundatöflunni og þá koma upplýsingar og nafn þjálfara eða námskeiðshaldara og símanúmer þeirra.
Þegar skráningu er lokið er foreldrum bent á að prenta út FRÍstundatöflu barnsins síns til þess að hafa yfirlit yfir æfingar frá janúar og fram að sumri.
ATH. Að þeir foreldrar sem hafa greitt fyrir allt árið í körfunni (þ.e. sept-maí) skulu skrá börnin sín í körfu eins og þau hafi ekki greitt fyrir það. Síðan berum við saman listana og drögum fjárhæðina (jan-maí) frá endanlega reikningnum, þannig að barnið verður skráð í körfu, fær það á FRÍstundatöfluna sína og þjálfarinn fær iðkandann á mætingalistann sinn, en foreldrar greiða ekki tvisvar sinnum fyrir körfu, hafi þau greitt fyrir allt tímabilið í körfunni.
Hvert barn í Skagafirði á aldrinum 6-16 ára á rétt á hvatarpeningum einu sinni á ári að upphæð 10.000.- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hægt er að nota hvatarpeningana á vetrar TÍMabilinu (jan-maí og sept-des) eða Sumar TÍMabilinu (júní-ágúst). Hvatarpeningarnir koma því ekki inn á þennan reikning heldur verða reiknaðir ásamt vetrartímabilinu sept.-des. 2010 á samanlagðan reikning sem þarf að ná 30.000.- og þarf barnið að stunda að minnsta kosti eina íþrótt og eitt námskeið á tímabilunum eða ef um systkinaafslátt sé að ræða.
Einnig þarf að skrá börn á tómstundanámskeið í gegnum þetta kerfi en námskeiðin hefjast föstudaginn 5. febrúar og þarf skráningu þá að vera lokið. Hægt er að velja um fjölda námskeiða á vegum Húss frítímans fyrir börn á aldrinum 8-15 ára eins og leiklist, skartgripagerð, kertagerð, stuttmyndagerð og kórastarf. Þessi námskeið eru í boði í Húsi frítímans og Tónlistarskólanum á föstudögum þannig að öll börn í sveitarfélaginu eigi kost að sækja þau, því þá er í boði Frístundastrætó frá Fljótum, Hofsósi, Hólum og Varmahíð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.