Skráning á Unglingalandsmót

Gera má ráð fyrir að Linda Björk skrái sig til leiks á Unglingalandsmót. Hvað með þig?

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmótið og geta keppendur skráð sig til leiks með því að smella á "Skráðu þig hér!" tengilinn hér til hægri á síðunni. Þar fyrir neðan er tengill sem heitir "Hjálp við skráningu" og þar eru ítarlegar leiðbeiningar hvernig keppendur eru skráðir.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að skráningu lýkur mánudagskvöldið 27. júlí en undanfarið hefur skráning staðið fram á miðvikudagskvöld. Þetta er gert til að gefa greinastjórum og mótshöldurum lengri tíma til að klára tímaseðla, setja saman mót og útbúa mótsgögn en nær ógerlegt er að vinna þá vinnu á eins skömmum tíma og gert er ráð fyrir í reglugerð Unglingalandsmótsins. Með þessu móti geta tímaplön legið fyrr fyrir, öllum til hagsbóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir