Skólaslit annan laugardag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verður slitið laugardaginn 22. maí kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en nemendur sitja nú margir sveittir við prófatöku þó einhverjir hafi nú þegar lokið prófum og séu sloppnir út í sumarið.

Brautskráningarnemar mæta til myndatöku kl. 13:00. Eftir skólaslitin verða kaffiveitingar fyrir nemendur sem dvalið hafa á heimavist og aðstandendur þeirra. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir