Skokkhópurinn í vatninu í dag

Í dag föstudaginn 12. mars kl. 12:00 heldur Helgi Thorarensen fyrirlestur í Verinu sem hann nefnir Skokkhópurinn í vatninu.

Þar mun Helgi fjalla um orkubúskap og jálfunarlífeðlisfræði fiska. Til eru meira en 20 þúsund tegundir af fiskum sem hafa aðlagast að lífi við afar fjölbreyttar aðstæður.
Sumar tegundir eru svo til stöðugt á sundi allan ævina á meðan aðrar eyða mestum tíma sínum á botninum. Jafnframt því að synda þurfa fiskar að eyða orku í vöxt, kynkirtla og margvíslega aðra líkamsstarfsemi. Laxfiskar og aðrar tegundir sem eru nánast stöðugt á sundi þurfa að mæta allri þessari orkuþörf samtímis. Tálkn, hjörtu og æðakerfi þessara fiska hafa aðlagast því að geta flutt mikið af súrefni frá vatni til vefja.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um það hvernig líffæri þeirra hafa aðlagast að því að sinna
þessari orkuþörf. Einnig verður farið yfir þjálfunarlífeðlisfræði fiska og hvað skilur helst
sundgarpana frá þeim sem liggja fyrir á botninum mestan part ævinnar.
Að lokum verður rætt um helstu hugmyndir um lífeðlisfræðilega þætti sem
takmarka helst hámarks súrefnisnotkun hjá fiskum.
Málstofan er öllum opin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir