Skoðunarferð í Flugbjörgunarsveitarhúsið

Stelpurnar voru ánægðar með skoðunarferðina. Myndir: Varmahlíðarskóli

Það er alltaf fjör í kringum vatnsslöngur slökkviliðsins.

Strákunum fannst ekki leiðinlegt að sitja í slökkvibílnum.

Fimmtudaginn 29.október síðastliðinn fór 2.bekkur Varmahlíðarskóla í skoðunarferð í Björgunarsveitarhúsið í Varmahlíð. Undir dyggri og góðri leiðsögn frá Guðmundi Guðmundssyni formanni Björgunarsveitarinnar og Guðmundi Magnússyni formanni Slökkviliðsins akoðuðu krakkarnir allt það sem björgunar- og slökkviliðsmenn þurfa að nota í sínu starfi.

Eins og myndirnar sýna höfðu nemendur gaman af og allir fundu eitthvað við sitt hæfi í „dótinu“. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir