Skiptu um þak á félagsheimilinu í sjálfboðavinnu.

 

Unnið á þaki Ketilsás. Mynd Örn Þórarinsson

Það mætti vösk sveit fólks að félagsheimilinu Ketilási í Fljótum á dögunum. Tilgangurinn var að skipta um allt þakjárn  á húsinu og einnig þurfti eð skifta um nokkrar sperrur og hluta af klæðningu.  Heimamenn sem voru liðlega tíu talsins þegar mest var unnu þetta verk í sjálfboðavinnu en höfðu með sér tvo smiði sem stjórnuðu verkinu og þeir munu einnig  sjá um allan frágang.

Þeim verkþætti sem heimamenn sáu um  lauk samdægurs. Það er sveitarfélagið Skagafjörður sem rekur félagsheimilið. Það er komið að talsverðu viðhaldi á því og til að drýgja það fjármagn sem sveitarfélagið leggur  til endurbóta á húsinu brugðu heimamenn á það ráð að vinna þarna einn dag á endurgjalds.  Þetta var í raun besti tíminn til slíks því heyskapur var ekki hafinn enn í sveitinni að neinu ráði og því rólegra hjá bændum en ella.  Þess má geta að Ketilásinn var að stærstum hluta byggður í sjálfboðavinnu á sínum tíma líkt og mörg önnur samkomuhús til sveita.  ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir