Skilti í Túnahverfi
Gagnaveita Skagafjarðar hefur sett upp skilti í Túnahverfi á Sauðárkróki sem eiga að minna íbúa hverfisins á það að þeir eigi möguleika á því að njóta bestu gagnatenginga sem völ er á hér á landi.
Kostir ljósleiðaratenginga eru fjölmargir segir á vef Gagnaveitunnar. Helst er að nefna hraðvirkari internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu með tugum rása, myndaleigu og símaþjónustu. Með þessum möguleikum opnast svo nýjar víddir í fjarvinnslu, heilbrigðisþjónustu ofl.
Þessa dagana er verið að klára vinnu við ljósleiðara í Akrahreppi og fara viðtökuprófanir fram á næstu dögum svo styttist í að hægt sé að bjóða Blöndhlíðingum að tengjast. Einnig er unnið við ídrátt í Hlíðahverfi og eru vonir bundnar við að GVS geti boðið upp á þjónustu þar bráðlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.