Skíðasvæðið opið um jólin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
26.12.2008
kl. 08.26
Skíðasvæðið í Tindastól verður opið í dag, annan í jólum frá kl. 11 til 16 sem og dagana fram til 30. des. Tilvalið að fara á svig eða gönguskíði, renna sér á sleða eða ganga sér til heilsubótar.
Það er nægur snjór og frábært færi. Búið er að gera brekkuna norðan við lyftuna góða þannig að hægt er að skíða báðu meginn við lyftuna. Fyrir þá allra hörðustu er svo hægt að labba upp á topp og renna sér niður, þar er gott færi.
Fyrir þá sem ekki eiga skíði þá er mjög góðar gönguleiðir hérna og einnig er hægt að finna sér brekku fyrir snjóþotur og sleða, sem sagt engin ástæða að liggja heima.
Nú er um að gera að nota eitt besta skíðasvæði landsins um jólin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.