Skíðasvæðið lokað

Skíðafólk verður að láta sér nægja að horfa á fallega skíðamynd því skíðasvæðið er lokað. Til að fyrirbyggja misskilning þegar birt var auglýsing frá Húsi Frítímans um strætó á skíðasvæðið í dag þá er lokað á skíðasvæði Tindastóls sökum snjóleysis.

Ekki tókst að framleiða nægjanlegt magn af snjó í kuldakastinu um daginn til að svæðið þyldi þetta mikil hlýindi og verður skíðafólk því að bíta í það súra epli að hafa lokað á skíðasvæðinu. Ekki vantar mikið af snjó svo hægt verði að hafa opið og stefna Viggó og félagar að því að hefja framleiðslu um leið og veður gefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir