Skemmtilegt mót í frábæru veðri
Lummudagamót körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Ólafshúss fór fram á útivellinum við Árskóla á laugardaginn var. Um bráðskemmtilegt mót var að ræða og veðrið alveg sérdeilis gott. 4 lið voru skráð til leiks í eldri flokk og 5 í yngri.
Mótið fór vel fram en því var stjórnað með harðri hendi Rúnars Gíslasonar. Sigurvegarar í eldri flokk voru EP Fresh sem var skipað Helga Rafni Viggóssyni, Tryggva Magnússyni og Lofti Eiríkssyni. í yngri flokk unnu Kóngarnir sem var skipað Jónasi Sigurjónssyni og Ingva Ingvarssyni en þeir fengu ýmsa lánsmenn með sér.
Var þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem streetball mót er haldið á Sauðárkróki og voru aðstandendur ánægðir með útkomuna.. Ólafshús styrkti mótið og fengu sigurvegarar pizzaveislu í verðlaun.
Rætt var um að halda annað mót í ágúst og reyna að setja upp tíðari mót með þessu skemmtilega fyrirkomulagi, en sumir þátttakendur af yngri kynslóðinni höfðu aldrei áður tekið þátt í götuboltamóti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.