Skemmtikvöld Lóuþræla í kvöld
Í kvöld munu hinir síglöðu Lóuþrælar efna til skemmtidagskrár í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 21:00 til kl. 02:00. Söngur, glens og gaman.
Meðal annars verður boðið upp á leikþætti, skemmtihappdrætti, óvænta söngva(ra) ein og tví, undirleik rokksveitar og fleira. Dansskemmtun á eftir með hljómsveitinni Strákarnir okkar sem ætla að spila bæði nýju og gömlu dansana. Guðmundur á Núpi og Hjalti Júl slást í hópinn með nikku og söng og í lok skemmtunar verður allsherjar samsöngur.
Kaffi verður á könnunni og rúmlega metershár söluturn á staðnum þar sem hægt er að fá samlokur, sælgæti og fleira. Þar væri glapræði að láta þessa skemmtun fram hjá sér fara.
Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.500,- í reiðufé því enginn Posi verður á staðnum.
Mætum öll og skemmtum okkur saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.