Skátar í sjálboðavinnu í Grettisbóli

Ellefu franskir skátar voru að vinna sem sjálfboðaliðar í Grettisbóli á Laugarbakka í fjóra daga í lok júlí. Þeir eru á aldrinum 18-22 ára og voru að koma frá stóra alþjóðlega skátamótinu sem haldið var á Þingvöllum fyrr í júlí.

Skátarnir fengu að kynnast íslenskri torfhleðslu og unnu m.a. að því að reisa grunna undir tjöld, með þingbúðir til forna sem fyrirmyndir. En víða finnast heimildir og minjar um slíkar tjaldbúðir á þingstöðum og verslunarstöðum þar sem menn dvöldu tímabundið á hverju ári. Umsjón með hleðslunum hafði Benjamín Kristinsson og eru núna búið að reisa tvær misstórar búðir á Grettisbóli sem vonandi verður hægt að tjalda yfir í framtíðinni.
Skátarnir unnu líka að snyrtingu gróðurs, smíði leiktækja og þrauta og ýmsu öðru á Grettisbóli og er svæðið farið að taka á sig breytta mynd en ýmislegt nýtt verður þar að sjá á Grettishátíð um næstu helgi. Farið var með skátana í skoðunarferð í selasetrið og að sjá seli á Illugastöðum. Þá var grillað fyrir skátana og þeir léku  sér að fornum leikjum eins og kubbspil, hnefatafli og axarkasti.  Forsvarsmenn Grettistaks þakka á heimasíðu sinni þessum frábæru einstaklingum kærlega fyrir kynnin og aðstoðina. Fleiri myndir má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir