Skarpur á Húsavík rær lífróður
feykir.is
Uncategorized
04.08.2009
kl. 15.55
Ruv.is segir frá því að Þingeyska héraðsfréttablaðið Skarpur rær lífróður um þessar mundir og óvissa ríkir um framtíð blaðsins.
Batni ekki ástandið gæti farið svo að útgáfu blaðsins yrði hætt jafnvel á haustmánuðum. Þetta segir Jóhannes Sigurjónsson, ritsstjóri Skarps. Staðan er svipuð hjá þeim og hjá mörgum öðrum, kreppan herðir að og nauðsynlegt er að efla sölu og ákrift á blaðinu til að halda því lifandi. Engar auglýsingar eru í blaðinu og því biðlar Skarpur til fólks að gerast áskifandi að blaðinu. Blaðið hefur gríðarlega þýðingu fyrir sveitina að sögn Jóhannesar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.