Skáld í skólum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.01.2009
kl. 08.00
Í gær fengu nemendur Grunnskólans á Blönduósi góða heimsókn á vegum bókmenntaverkefnisins „Skáld í skólum", en til þeirra komu Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur, og Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur og þýðandi.
Hver trúir því að froskur geti breytt sér í snigil eða fugl? Eða dreki spilað fótbolta?Höfundarnir ferðuðust með nemendum um ævintýraheima þar sem ólíklegustu skepnur vildu endilega kynnast börnum, sem hefði verið besta mál ef þær væru ekki stórhættulegar á köflum. En allir komust heilir frá þessari skemmtilegu og fróðlegu heimsókn og á heimasíðu sinni þakka kennarar og nemendur þeim Iðunni og Hjörleifi kærlega fyrir komuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.