Skagfirska mótaröðin höktir í gang
Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið annað kvöld, 24. febrúar. Þá verður keppt í smala og skeiði. Þátttaka ekki góð.
Í smalanum verður keppt í unglingaflokki, 16 ára og yngri og fullorðinsflokki. Í skeiði er einungis keppt í einum flokki. Skráningarfrestur rann út í gærkvöldi og að sögn Eyþórs Jónassonar reiðhallarstjóra mætti þátttakan vera betri. –Ég er eiginlega hálffúll þar sem ég er að reyna að bjóða upp á úrval af keppnum, segir Eyþór ómyrkur í máli vegna áhugaleysis hins almenna hestamanns í Skagafirði á þessari fyrstu keppni Skagfirsku mótaraðarinnar. Eftir sem áður verður keppnin haldin og vel þess virði að berja þá knapa augum sem etja kappi í hröðum og skemmtilegum greinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.