Skagfirsk bakrödd í Osló

Evróvisjónlag Íslands var valið í þjóðaratkvæðagreiðslu síðastliðið laugardagskvöld. Ekki urðu skagfirsku lögin fyrir valinu en skagfirsk bakrödd Kristjáns Gíslasonar fær væntanlega að láta ljós sitt skína í Osló í vor því lag Heru Bjarkar og Örlygs Smára, Sjönn-ei-sei-kva, bar sigur úr bítum eftir harða keppni við lag Óskars Páls og Bubba Morthens.

Þau tvö lög urðu hlutskörpust í kosningunni og því talsverð spenna hjá Skagfirðingum en allt kom fyrir ekki.

Rögnvaldur Rögnvaldsson kom fram með Hvanndalsbræðrum sem fluttu lag hans Gleði og glens og vakti Rögnvaldur verðskuldaða athygli því hann spilaði á kommóðu í laginu.

Þá var í útsendingu Sjónvarpsins skipt beint yfir í íþróttahúsið á Sauðárkróki þar sem Króksblót var í gangi en þar var að sjálfsögðu fylgst með skagfirsku framlögunum - ef svo mætti kalla lögin tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir