Skagfirðingar sungu í Hólaneskirkju

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði

Fjörutíu manna kór Félags eldri borgara í Skagafirði hélt tónleika í Hólaneskirkju sunnudaginn 10. maí.

 

 

 

Stjórnandi kórsins er Jóhanna Marín Óskarsdóttir og Þorbergur Skagfjörð Jósepsson söng einsöng í nokkrum lögum.

 

Á dagskrá var blanda af íslenskum og erlendum lögum sem kórinn flutti við góðar undirtektir áheyrenda.

 

Að tónleikunum loknum var kórfélögum boðið til kaffiveislu í boði heimamanna.

Hægt er að sjá myndir HÉR

/Skagaströnd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir