Skagfirðingar með fern gullverðlaun

Jóhann Björn að koma í mark. Mynd: Af vef www.tindastoll.is
Jóhann Björn að koma í mark. Mynd: Af vef www.tindastoll.is

Meistaramót Íslands fór fram á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina. Þar barðist okkar fremsta frjálsíþróttafólk um Íslandsmeistaratitilinn. 

Á vef Tindastóls kemur fram að Skagfirðingarnir unnu til fernra gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á mótinu. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.

 

Verðlaunahafarnir úr Skagafirði á MÍ í frjálsíþróttum :

Hástökk kvenna:        1. sæti Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir 1,68m

100m karla:                 1. sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson  10,66sek (pm)

200m karla:                 1. sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson  21,54sek

110m grind. karla:      1. sæti Ísak Óli Traustason                 15,10sek (pm)

4x100m boð.karla:      2. sæti UMSS                                      42,78sek                 

4x400m boð.karla:      2. sæti UMSS                                      3:26,70mín

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir