Skagfirðingablót í Reykjavík 2010
Þorrablót Skagfirðinga á suðvesturhorninu verður haldið föstudaginn 12. febrúar nk. Boðið verður uppá skagfirska tónlist og skemmtiatriði, en það er enginn annar en Hörður Ólafsson (Bassi) sér um dinnertónlistina, leikur undir fjöldasöng og spilar svo dúndrandi danstónlist að borðhaldi loknu.
Valinkunnir skagfirskir söngvarar taka lagið, s.s. Guðbrandur Ægir, Sandra Þorsteins, Hreindís Ylva og Ása Svanhildur, auk sem gott grín og léttur skagfirskur þorrapistill verða á sínum stað. Fleiri góðir Skagfirðingar munu einnig stíga á stokk og láta ljós sitt skína (upplýst síðar:).
Skagfirðingablót 2010 verður haldið í Húnabúð í Skeifunni 11. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst uppúr kl. 20:00. Boðið verður uppá veglegt þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi og fyrir þá sem finnst það ómissandi verður snafs af íslensku Brennivíni á borðum. Léttvín, bjór og gos verður selt á vægu verði á staðnum, en annars mætir hver og einn með sín drykkjarföng. Miðar (fyrir þorrahlaðborð, snafs, söng, skemmtiatriði og ball) verða seldir í forsölu fram til fimmtudagsins 4. febrúar.
Miðakaup fara þannig fram að þú millifærir á reikning (sjá nr. að neðan), sendir staðfestingu á netfangið hulda.jonasdottir@glitnir.is og prentar út greiðslukvittun. Hún gildir sem aðgangsmiði og hana þarf að sýna við innganginn í Húnabúð 12. febrúar. Í forsölu, fram til fimmtudags 4. febrúar, kostar miðinn kr. 3.900,- pr pers, en kr. 4.500,- eftir það. Reikningurinn heitir Þorrablót Skagfirðinga og er nr. 0549-14-401111 – kt. 0101634479.
Ef kvöldstund með skemmtilegu fólki í ekta skagfirskum þorrablótsham er eitthvað sem hljómar spennandi í þínum eyrum, þá skaltu skrá þig hið fyrsta því sætafjöldi er takmarkaður. Hlökkum til að sjá þig á Skagfirðingablóti í Reykjavík 2010, föstudaginn 12. febrúar.
Kveðja frá undirbúningsnefnd,
Birkir Már, Hulda Jónasar (s. 866-0114), Jón Þór, Lúlla, Radda Ástvaldar (692-3924), Gústi Kára (899-6402)og Einar Sævars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.