Skagafjörður og Matarkistan á ferð og flugi

Um helgina  mun fara fram ferðasýning Íslandsperlur í Reykjavík nánartiltekið í Perlunni. Að sýningunni standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli.

Á sýningunni verður gestum boðið að ganga hringinn í kringum landið og fá smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar.

Matarkistan og Skagafjörður munu kynna brot af því besta úr Skagafirði. Þar sem saga, söngur, gleði og góður matur er aldrei langt undan í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir