Skagafjarðarrall hefst í kvöld
Hið árlega Skagafjarðarralli Bílaklúbbs Skagafjarðar með aðstoð Vörumiðlunar og Kaffi Króks fer fram í kvöld og á morgun.
Keppnin gildir til Íslandsmeistara í rallakstri og til leiks eru skráðir þátttakendur í öllum keppnisflokkum. Bílaklúbbur Skagafjarðar fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því er þetta í fyrsta sinn sem Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur tveggja daga rallkeppni, enda freistandi að heimsækja á ný gamlar sérleiðir fyrri ára.
Sérleiðir keppninnar eru eftirfarandi:
Sérleiðir föstudags Km Fyrsti bíll Lokun vegar Opnun vegar
Bakki-Ásgarður 5,3 20:00 19:15 22:45
Deildardalur I 7,4 20:35 19:50 22:00
Deildardalur II 7,4 21:20 19:50 22:00
Ásgarður-Bakki 5,3 19:15 19:15 22:45
Sérleiðir laugardags Fyrsti bíll Lokun vegar Opnun vegar
Mælifellsdalur I 25 10:00 09:20 14:40
Mælifellsdalur II 25 11:10 09:20 14:40
Mælifellsdalur III 25 12:20 09:20 14:40
Mælifellsdalur IV 25 13:30 09.20 14:40
Nafir I 2,4 15:55 15:20 17:10
Nafir II 2,4 16:30 15:20 17:10
Það er rétt að ítreka að á þeim tíma sem lokun sérleiðar varir er almenningi óheimilt að aka um leiðina og er skylt að hlíta fyrirmælum starfsmanna keppninnar þar um.
Mikill áhugi hefur verið fyrir keppninni og eru 24 áhafnir skráðar til leiks. Meðal keppenda er að finna gamla reynslubolta í bland við reynsluminni ökumenn, keppendur í harðri baráttu um stig í Íslandsmeistaramótinu jafnt sem aðra sem eru þarna til að skemmta sér og öðrum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.