Sjómannadagurinn á Hvammstanga

Frá sjómannadeginum í fyrra Mynd:Norðanátt

Sjómannadagurinn á Hvammstanga verður hlaðinn atriðum úr öllum áttum sem kæta eiga alla aldurshópa. Klukkan 09:30  hefst  Sparisjóðshjólarallýið sem er fyrir alla aldurshópa.

 

 

Þeir sem fæddir eru 2000 og fyrr mæta við Kirkjuhvammskirkju kl 09:30. En þeir sem fæddir eru 2001 og seinna mæta við Leikskólann Ásgarð kl 10:00 Allir fá þáttökuverðlaun. Sparisjóðurinn Hvammstanga gefur verðlaunin.

 

Annað sem í boði er:

 09-17:00    Selasetur Íslands

Tilboð tveir fyrir einn í tilefni af Sjómannadeginum.

 

13:00    Helgistund við höfnina

Lagður verður blómsveigur að minnismerki um drukknaða sjómenn.

 

Sigling á Miðfirði

Útgerðir á Hvammstanga bjóða uppá stutta siglingu um Miðfjörð að helgistundinni lokinni.

 

15:00    Sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar Káraborgar í Félagsheimilinu Hvammstanga

Allur ágóði rennur til búnaðarkaupa fyrir björgunarbátana á Hvammstanga.

 

15:00    Tómbóla Kvennabandssins í Félagsheimilinu Hvammstanga

        Allur ágóði rennur til líknarmála.

 

17:00    Dagsskrá í íþróttamiðstöðinni Hvammstanga

   

    Sparisjóðsformúlan

    Keppt verður með fjarstýrðum bílum innan og utanhúss. Rafmagnsbílarnir verða í íþróttahúsinu og bensínbílarnir á braut norðan við íþróttamiðstöðina. Skráning er á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Bubbi 899 6419.

    Sparisjóðurinn Hvammstanga gefur verðlaunin.

   

    Sundlaugarleikarnir

Keppt verður í koddaslag, reipitogi og stakkasundi. Skráning á staðnum.

    Nánari upplýsinga veitir Pétur í síma 895 1995.

 

20:30    Fluglínuæfing

    Björgunarsveitin og Unglingadeildin verða með fluglínuæfingu við höfnina og er áhugasömum boðið og koma og fylgjast með eða taka þátt í æfingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir