Sjö nýjir knapar í KS deildinni
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
28.01.2010
kl. 09.06
Í gærkvöldi fór fram úrtöka fyrir KS deildina og var keppt um sjö laus sæti fyrir keppni vetrarins. Hestakostur var mjög góður og glæsilegar sýningar fengu litið dagsins ljós fyrir þá rúmlega tvöhundruð áhorfendur sem fylgdust með.
Upphaflega átti að keppa um sex sæti en Stefán Friðgeirsson frá Dalvík sem vann sér inn keppnisrétt í fyrra boðaði forföll svo einum var bætt við og því sjö keppendursem komust áfram.
Eftirtaldir knapar komust áfram í aðalkeppnina.
1-2 Tryggvi Björnsson
1-2 Elvar E Einarsson
3 Þorsteinn Björnsson
4 Líney Hjálmarsdóttir
5 Heiðrún Ó Eymundsd
6 Viðar Bragason
7 Riikka Anniina
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.